Meirihlutaviðræður VG og Samfylkingar í Hafnarfirði ganga vel og hefur ekki komið upp ágreiningur, hvorki er varðar málefni né skipulag bæjarstjórnar, segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna. Hann segist „mjög bjartsýnn“ á að það takist að ljúka viðræðunum fyrir helgi.
Aðspurður hvort ekkert standi út af, segir Gunnar Axel: „Viðræðum er náttúrulega ekki lokið, en hingað til hafa þær gengið mjög vel og ekkert komið upp sem ágreiningur er um.“ Ekki hafi verið tekin ákvörðun um bæjarstjóra.
Fundum verður haldið áfram í dag.