Nýr meirihluti í Grindavík

Grindavík.
Grindavík. www.mats.is

„Framsóknarfélag Grindavíkur og Sjálfstæðisfélag Grindavíkur hafa gert með sér samkomulag um að starfa saman í meirihluta á komandi kjörtímabili, 2010-2014.

Í yfirlýsingu oddvita flokkanna um samstarfið kemur fram, að starf bæjarstjóra verði auglýst. Þar segir einnig, að félögin heiti því að starfa saman að fullum trúnaði og hafa hagsmuni allra Grindvíkinga að leiðarljósi.

„Við viljum eiga gott samstarf við alla kjörna bæjarfulltrúa þar sem sjónarmið allra flokka eigi greiðan aðgang,“ segir í yfirlýsingu oddvitanna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert