Besti Sam óskar eftir betra nafni á meirihlutann

Frá blaðamannafundi Besta flokksins og Samfylkingarinnar í dag.
Frá blaðamannafundi Besta flokksins og Samfylkingarinnar í dag. mbl.is/Ómar

Nýr meiri­hluti í borg­inni kall­ar sig „Besti Sam“ í yf­ir­lýs­ingu sem meiri­hlut­inn hef­ur sent frá sér. Um leið er óskað eft­ir til­lög­um borg­ar­búa um nýtt nafn á meiri­hlut­ann. 

Hér má lesa yf­ir­lýs­ingu nýs meiri­hluta í heild sinni:

 „Besti Sam - Yf­ir­lýs­ing

Besti flokk­ur­inn og Sam­fylk­ing­in hafa náð sam­an um mynd­um meiri­hluta í Borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur.

Jón Gn­arr verður næsti borg­ar­stjóri. Dag­ur B. Eggerts­son verður formaður borg­ar­ráðs. Gagn­kvæmt sam­komu­lag er um frek­ari verka­skipt­ing­um og verður hún kynnt síðar. Viðræður hafa dreg­ist nokkuð á lang­inn þar sem þær hafa verið svo skemmti­leg­ar að öll­um þykir leiðin­legt að ljúka þeim. Því munu borg­ar­stjórn­ar­flokk­ar Besta flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vinna áfram sam­an að ít­ar­legri verk­efna­list­um og eiga sam­töl og sam­ráð við sviðsstjóra og starfs­menn borg­ar­inn­ar og aðra full­trúa í borg­ar­stjórn í næstu viku. Meiri­hluta­skipti verða á næsta reglu­lega fundi borg­ar­stjórn­ar, 15.júní nk.

Nýi meiri­hlut­inn hef­ur ekki fengið nafn og verður kallað eft­ir hug­mynd­um borg­ar­búa um skemmti­lega nafn­gift. Eng­in sér­stök verðlaun eru í boði. Stefna meiri­hlut­ans er að gera Reykja­vík að enn fal­legri og skemmti­legri borg þar sem börn­um og fjöl­skyld­um líður vel. Það er for­gangs­verk­efni að stuðla að virk­um sam­skipt­um milli stjórn­valda og íbúa borg­ar­inn­ar og leita ráða til þess að Reyk­vík­ing­ar hafi meira inn­legg og áhrif á stefnu­mörk­um og ákv­arðanir. Verk­efni á borð við hug­mynda­vef­inn Betrireykja­vik.is verði út­færðar enn frek­ar. Íbúar í hverj­um fái meira um sín mál að segja til að mynda með bein­um at­kvæðagreiðslum.

Reykja­vík taki frum­kvæði í um­hverf­is­mál­um og norður­hjara­mál­um. Hús­dýrag­arður­inn verði efld­ur og stefnt að því að þar verði styrkt set­ur til að end­ur­hæfa dýr í hremm­ing­um.

Það eru erfiðir tím­ar og það er for­gangs­verk­efni að verja þjón­ustu, skóla og hlúa að vel­ferð þeirra sem minna mega sín. Á sama tíma er nauðsyn­legt að gera ströngustu kröfu til rekst­urs. Að haldið sé vel um spaðana með ábyrgri og heiðarlegri fjár­mála­stjórn­un sem og upp­lýs­inga­gjöf til al­menn­ings á manna­máli.

Vandi Orku­veitu Reykja­vík­ur verður tek­inn föst­um tök­um til þess að hjúkra þess­ari gull­gæs borg­ar­búa aft­ur til fullr­ar heilsu. Það er skýrt að Orku­veit­an verði áfram í eigu borg­ar­búa. Eign­ar­hald borg­ar­búa á auðlind­um borg­ar­lands­ins verði tryggt, þær nýtt­ar af meiri ábyrgð og séð til þess að eðli­legt af­gjald fá­ist af þeim.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert