Engar athugasemdir bárust vegna forvals framsóknarmanna í Reykjavík 28.nóvember 2009 þar sem valið var á framboðslista í borginni. Hvorki frambjóðendur né félagsmenn gerðu athugasemdir, að því er segir í tilkynningu sem Kjördæmissamband framsóknarmanna í Reykjavík hefur sent frá sér.
Óskar Bergsson sem tapaði oddvitasæti sínu til Einars Skúlasonar hefur gagnrýnt framkvæmd forvalsins.
Tilkynning sambandsins í heild sinni:
„Að gefnu tilefni vill stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjavík árétta að engar athugasemdir bárust vegna forvals framsóknarmanna í Reykjavík sem fram fór 28. nóvember 2009.
Hvorki frá frambjóðendum né almennum félagsmönnum.
Framkvæmdin fór eftir settum reglum og harmar stjórn KFR að öðru sé haldið fram í fjölmiðlum.“