Hillir undir meirihluta í borginni

Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr, oddvitar Samfylkingarinnar og Besta …
Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr, oddvitar Samfylkingarinnar og Besta flokksins í Reykjavík. mbl.is/Golli

„Það hillir undir að dagskráin sé tæmd,“ segir Óttar Proppé, borgarfulltrúi Besta flokksins, um meirihlutaviðræður við Samfylkingu. „Það gengur vel að fara í gegnum málin og við höfum náð að halda áætlun.“

Hann segir erfitt að segja hvort það takist að ljúka viðræðum í dag eða á allra næstu dögum. Lagt hefi verið upp með að ræða öll málefni vel en draga meirihlutamyndum þó ekki of lengi.

Aðspurður segir hann að ekki séu nein sérstök ágreiningsefni á milli flokkanna.

„Það hefur myndast gott traust og almennt erum við sammála um þessi þungu og erfiðu verk sem eru framundan. Það sem stendur út af er bara það sem á eftir að ræða. Við ætlum að ræða öll mál vel og erum að því.“

Hann segir að ákveðið hafi verið að setja umræður um hver verði næsti borgarstjóri síðast á dagskrána og því hefur það mál ekki ennþá verið rætt. Sem kunnugt hefur Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, sagt það vera eðlilega kröfu að flokkurinn, sem hlaut mest fylgi allra flokka í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum, fái borgarstjórastólinn.

Óttarr Proppé
Óttarr Proppé mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert