Jón Gnarr verður borgarstjóri

Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr á þaki Æsufells 4 …
Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr á þaki Æsufells 4 nú síðdegis. mbl.is/Ómar

Jón Gn­arr, leiðtogi Besta flokks­ins, verður næsti borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur. Þetta var til­kynnt á blaðamanna­fundi odd­vita Besta flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á þaki fjöl­býl­is­húss við Æsu­fell 4 í Reykja­vík þar sem bróðir Jóns er hús­vörður.

Dag­ur B. Eggerts­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, verður formaður borg­ar­ráðs.

Jón Gn­arr sagði á blaðamanna­fund­in­um, að sam­starf flokk­anna væri enn í vinnslu og ekki full­mótað en eng­in sér­stök ágrein­ings­mál hefðu komið upp í viðræðunum í vik­unni. „Við ætl­um að gera þetta eins vel og við get­um," sagði Jón.

Sagði hann að næstu tvö ár gætu orðið erfitt fjár­hags­lega en þau þurfi ekki að verða leiðin­leg.

Dag­ur sagði að nýr meiri­hluti taki ekki við fyrr en 15. júní. Í næstu viku verði tím­inn notaður til að ræða við starfs­fólk borg­ar­inn­ar og full­trúa annarra flokka og vinna úr til­lög­um, sem komið hafa inn á vef­inn betrireykja­vik.is.

„Jón Gn­arr verður fyrst og fremst skemmti­leg­ur borg­ar­stjóri," svaraði Jón spurn­ingu blaðamanns.

Dag­ur sagði að ekki stæði til að hækka út­svar eða aðrar álög­ur á borg­ar­búa og reynt yrði að láta það sem gert verður passa við fjár­hag­inn.

Jón sagði að þ-in þrjú ráði för í mál­efna­vinn­unni: mennt­un, reynsla og áhugi. Dag­ur upp­lýsti, að hann hefði ekki haft tíma til að horfa á sjón­varpsþátt­inn The Wire og Jón sagði að menn hefðu átt mjög ann­ríkt und­an­farna daga.

„Það hef­ur frek­ar ríkt kátína, gleði og eft­ir­vænt­ing en ágrein­ing­ur," sagði Jón. Hann sagði að þetta væri miklu skemmti­legra en hann hefði ímyndað sér. „Mér finnst starf borg­ar­stjóra mjög spenn­andi og gott tæki­færi til að gera gott."

Jón sagði, að fjöl­breytt­ari afþrey­ingu þyrfti fyr­ir fjöl­skyld­ur í borg­inni.

Jón sagði, að Æsu­fellið hefði verið valið sem staður fyr­ir blaðamanna­fund­inn til að sýna að þetta verði ekki 101 meiri­hluti. Bróðir Jóns er hús­vörður í hús­inu og Dag­ur upp­lýsti, að hann hafði hangið utan á hús­inu sum­ar­langt og málað það. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka