Guðrún Pálsdóttir, fyrrum sviðsstjóri tómstunda- og menningarsviðs Kópavogsbæjar, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Kópavogs skv. heimildum mbl.is.
Búið er að mynda meirihluta fjögurra flokka og framboða í bæjarstjórninni: Samfylkingar, Vinstri grænna, Næst besta flokksins og Lista Kópavogsbúa.
Guðrún er viðskiptafræðingur að mennt og hefur áratuga reynslu af rekstri sveitarfélaga. Áður en hún tók við tómstunda- og menningarsviðinu var hún fjármálastjóri Kópavogs. Þá hefur hún verið starfandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar.
Guðrún tekur við bæjarstjórastólnum af Gunnsteini Sigurðssyni sem verið hefur bæjarstjóri frá 1. júlí 2009.