Þrír flokkar í meirihluta á Álftanesi

Frá Álftanesi.
Frá Álftanesi.

Fjór­ir bæj­ar­full­trú­ar D-lista, sem fara með meiri­hluta í bæj­ar­stjórn Sveit­ar­fé­lags­ins Álfta­ness, hafa ásamt ein­um bæj­ar­full­trúa B-lista og ein­um bæj­ar­full­trúa L-lista und­ir­ritað yf­ir­lýs­ingu um sam­vinnu í bæj­ar­stjórn.

Sam­kvæmt þessu er Álfta­neslist­inn einn í minni­hluta í bæj­ar­stjórn­inni.

Í til­kynn­ingu frá flokk­un­um þrem­ur seg­ir, að með auk­inni sam­vinnu í bæj­ar­stjórn séu þeir sam­mála um að hag­ur og vel­ferð íbú­anna verði tryggður á sem best­an hátt, meðal ann­ars með aðgerðum sem stuðli að því að álög­ur á íbúa  lækki sem allra fyrst.

Í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins eru eft­ir­far­andi atriði sett í for­gang

  1. Samn­ing­ur við Pálma Þór Más­son um starf bæj­ar­stjóra verður fram­lengd­ur til árs­loka
  2. Í ljósi niður­stöðu skoðana­könn­un­ar meðal íbúa Álfta­ness þann 6. mars 2010 hef­ur verið ákveðið að á fyrsta fundi bæj­ar­stjórn­ar verði samþykkt að óska eft­ir form­leg­um sam­ein­ing­ar­viðræðum við Garðabæ í frjálsri sam­ein­ingu.
  3. Strax verða skipaðir tveir vinnu­hóp­ar sem taki til starfa nú þegar.
    a) Vinnu­hóp­ur um end­ur­skoðun á samþykkt­um um stjórn og fund­ar­sköp.
    b) Vinnu­hóp­ur um und­ir­bún­ing fyr­ir sam­ein­ing­ar­viðræður.
  4. Á fyrsta fundi bæj­ar­stjórn­ar verði kjörið í embætti og nefnd­ir af sam­eig­in­leg­um lista þess­ara þriggja fram­boða. Ein­ung­is verður kjörið í fjór­ar fasta­nefnd­ir til að byrja með auk kjör­stjórn­ar, en kjöri í aðrar nefnd­ir frestað og verk­efn­um þeirra deilt niður á bæj­ar­ráð og aðrar nefnd­ir.
  5. Fyr­ir fund í bæj­ar­ráði og bæj­ar­stjórn munu verða und­ir­bún­ings­fund­ir þess­ara aðila með það að mark­miði að auka sam­vinnu og gera bæj­ar­ráðs- og bæj­ar­stjórn­ar­fundi skil­virk­ari.
  6. Yf­ir­lýs­ingu þessa skal end­ur­skoða þegar fjár­halds­stjórn hef­ur lokið sinni vinnu er lýt­ur að fjár­hag sveit­ar­fé­lags­ins.

Und­ir yf­ir­lýs­ing­una skrifa: Snorri Finn­laugs­son bæj­ar­full­trúi D-lista, Krist­inn Guðlaugs­son bæj­ar­full­trúi D-lista, Kjart­an Örn Sig­urðsson bæj­ar­full­trúi D-lista, Hjör­dís Jóna Gísla­dótt­ir bæj­ar­full­trúi D-lista, Ein­ar Karl Birg­is­son bæj­ar­full­trúi B-lista og  Guðmund­ur G. Gunn­ars­son bæj­ar­full­trúi L-lista.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert