Mest um yfirstrikanir hjá sjálfstæðismönnum

Langmest var um yfirstrikanir á lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi og eins var mestu um breytingar á röðum á lista flokksins við sveitastjórnarkosningarnar þann 29. maí sl. Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo fulltrúa í bæjarstjórn en var áður með fjóra.

Í sveitarstjórnarkosningum á Akranesi 29. maí síðast liðinn greiddu alls 3.149 kjósendur atkvæði.  Auðir seðlar voru 257 og ógildir voru 35.  Kjörsókn var 69,2%.  B- listi fékk 680 atkvæði og tvo fulltrúa, D- listi fékk 719 atkvæði og tvo fulltrúa, S- listi fékk 993 atkvæði og fjóra fulltrúa og V- listi fékk 465 atvæði og einn fulltrúa.

Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna geta kjósendur breytt nafnaröð á þeim lista sem þeir kjósa eða strikað yfir nafn frambjóðanda ef kjósandinn vill hafna þeim frambjóðanda.  Við sveitarstjórnarkosningarnar á Akranesi 29. maí s.l. var nokkuð um að kjósendur nýttu þennan rétt sinn og strikuðu yfir nöfn ákveðinna frambjóðenda eða breyttu röð þeirra.  Í sumum tilvikum var strikað yfir fleira en eitt nafn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert