Vísir: Hanna Birna þiggur embættið

Jón Gnarr og Hanna Birna Kristjánsdóttir
Jón Gnarr og Hanna Birna Kristjánsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að taka boði Besta flokksins og Samfylkingarinnar um að gerast forseti borgarstjórnar, að því er segir á Vísi.

Hvorki Hanna Birna né aðstoðarmaður borgarstjóra, Magnús Þór Gylfason, hafa svarað símtölum frá mbl.is í morgun um hvort þetta sé rétt.

Jón Gnarr tekur við lyklunum að skrifstofu borgarstjóra í dag klukkan 14 en fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður haldinn í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka