Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu
samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Minnkar hann um 4%, úr 45% í 41%. Það
hefur ekki mælst minna á kjörtímabilinu í könnunum Gallups. Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst og fylgi
Vinstri grænna fellur um 6% miðað við síðustu könnun Gallups.Greint var frá þessu í fréttum RÚV.
Talsverðar breytingar eru á fylgi flokkanna frá því að Gallup kannaði fylgið í maí. Fylgi VG minnkar um 6% úr 27% í 21%. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 3%, fer úr 30% í 33%.
Samfylkingin fer úr 22% í 23%. Liðlega 12% segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn en fylgi hans hefur ekki mælst minna á þessu kjörtímabili, samkvæmt vef RÚV.
Um tíundi hver kjósandi myndi kjósa aðra flokka. 4% Hreyfinguna, 3% Besta flokkinn, 2% Borgarhreyfinguna og 1% Frjálslynda flokkinn. 12% taka ekki afstöðu og 15% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa.