Árni Múli ráðinn

Árni Múli Jónasson.
Árni Múli Jónasson.

Meiri­hluti bæj­ar­stjórn­ar Akra­ness staðfesti nú und­ir kvöld, að Árni Múli Jónas­son verði næsti bæj­ar­stjóri, eins og mbl.is sagði frá í dag. Seg­ir í til­kynn­ingu að samþykkt hafi verið sam­hljóða á fundi bæj­ar­ráðs að leggja til við bæj­ar­stjórn Akra­ness að Árni Múli yrði ráðinn.

Alls sóttu 42 um starfið, þar á meðal Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri og alþing­ismaður, en þrír drógu um­sókn sína til baka. 

Í til­kynn­ing­unni seg­ir, að Capacent Ráðgjöf hafi haft um­sjón með ráðning­ar­ferl­inu. Um­sókn­ir hafi verið metn­ar með til­liti til þeirra hæfniskrafna með fram komu í aug­lýs­ingu um starfið og ít­ar­leg viðtöl  tek­in við val­inn hóp um­sækj­enda. Ráðgjafi Capacent ásamt bæj­ar­ráði Akra­ness hafi tekið fram­haldsviðtöl við þá sem þóttu best upp­fylla hæfnis­kröf­ur.   Þegar öll­um viðtöl­um var lokið hitt­ist bæj­ar­ráð að nýju og fór yfir niður­stöður viðræðnanna.  Hafi það verið sam­hljóða niðurstaða bæj­ar­ráðs að leggja til við bæj­ar­stjórn að Árni Múli verði ráðinn í starfið.

Árni Múli er 51 árs gam­all, lög­fræðing­ur  að mennt, með meist­ara­próf í alþjóðleg­um mann­rétt­inda­lög­um frá há­skól­an­um í Lundi í Svíþjóð. Hann er kvænt­ur Arn­heiði Helga­dótt­ur sér­kenn­ara og eiga þau fjög­ur börn.  Þau hafa verið bú­sett á Akra­nesi síðan árið 2006.

Árni Múli hef­ur starfað sem fiski­stofu­stjóri frá því í sept­em­ber 2009 en áður var hann m.a. lög­fræðing­ur hjá umboðsmanni Alþing­is, skrif­stofu­stjóri í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu og aðstoðar­fiski­stofu­stjóri þar til hann tók við starfi fiski­stofu­stjóra. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka