Fimm talin hæfust í Árborg

Stokkseyri í Árborg.
Stokkseyri í Árborg. www.mats.is

Fimm um­sækj­end­ur um starf fram­kvæmda­stjóra Sveit­ar­fé­lags­ins Árborg­ar eru tald­ir hæf­ast­ir að mati Capacent ráðgjaf­ar. Þetta kem­ur fram í Sunn­lenska frétta­blaðinu í dag.

Hæf­ustu um­sækj­end­urn­ir eru sam­kvæmt þessu Inga Jóna Þórðardótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi í Reykja­vík, Ásta Stef­áns­dótt­ir, bæj­ar­rit­ari í Árborg, Gunn­ar Birg­is­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi, Sveinn Páls­son, fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri í Mýr­dals­hreppi, og Stefán Har­alds­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Bíla­stæðasjóðs.

Meiri­hluti Sjálf­stæðis­flokks­ins í bæj­ar­stjórn Árborg­ar mun taka málið fyr­ir í næstu viku.

29 sóttu um starfið en þrír drógu um­sókn sína til baka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert