Fimm umsækjendur um starf framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar eru taldir hæfastir að mati Capacent ráðgjafar. Þetta kemur fram í Sunnlenska fréttablaðinu í dag.
Hæfustu umsækjendurnir eru samkvæmt þessu Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari í Árborg, Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, Sveinn Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri í Mýrdalshreppi, og Stefán Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs.
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Árborgar mun taka málið fyrir í næstu viku.
29 sóttu um starfið en þrír drógu umsókn sína til baka.