Dýrasta kosningabaráttan hjá Samfylkingunni

Frá prófkjöri sjálfstæðismanna á Selfossi í vor.
Frá prófkjöri sjálfstæðismanna á Selfossi í vor. mbl.is/Sigmundur

Kosn­inga­bar­átt­an fyr­ir bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í Árborg í maí, var dýr­ust hjá Sam­fylk­ing­inni, sam­kvæmt töl­um, sem lagðar voru fyr­ir fund bæj­ar­ráðs í síðustu viku. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn aflaði hins veg­ar mestra tekna.

Fram kem­ur í yf­ir­lit­inu að kostnaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar var 1.692.588 krón­ur en tekj­ur 1.061.512 krón­ur. Kostnaður Sjálf­stæðis­flokks­ins var 1.669.480 krón­ur en tekj­ur 1.542.437 krón­ur. Kostnaður Fram­sókn­ar­fé­lags Árborg­ar var 1.012.120 krón­ur og tekj­ur 823.000 krón­ur og kostnaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs var 751.872 krón­ur en tekj­ur 532.000 krón­ur.

Í kosn­ing­un­um fékk Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 5 bæj­ar­full­trúa, Sam­fylk­ing­in 2 full­trúa og VG og Fram­sókn­ar­flokk­ur 1 hvor. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert