16% aðspurða segjast myndu skila auðu ef gengið yrði til þingkosninga nú. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn líkt og í Þjóðarpúlsinum í júlí, nýtur stuðnings 35% kjósenda.
Báðir stjórnarflokkarnir njóta meiri stuðnings nú en í júlí, samkvæmt frétt RÚV. Samfylkingin fengi 25% atkvæða nú en fékk 24% samkvæmt Þjóðarpúlsinum í júlí. Vinstri grænir fengju 21% atkvæða í stað 19% síðast.
Framsóknarflokkurinn fengi 12% atkvæða en 8% segja að þeir myndu kjósa aðra flokka.
Þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir fái samanlagt 45% atkvæða þá styðja einungis 40% ríkisstjórnina, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup.