Landið eitt kjördæmi í kosningum til stjórnlagaþings

Frá þjóðfundi sem haldinn var á síðasta ári.
Frá þjóðfundi sem haldinn var á síðasta ári.

Landið verður eitt kjördæmi og vægi atkvæða verður því jafnt þegar kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember.  Verða atkvæði af landinu öllu talin í Reykjavík á vegum landskjörstjórnar og úrslit birt fyrir landið í heild, ekki eftir kjördæmum.

Stjórnlagaþing skal skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum og persónukjörnum fulltrúa.  Framboðsfrestur rennur út 18. október og fyrir 3. nóvember upplýsir landskjörstjórn hverjir bjóða sig fram til stjórnlagaþings. 10. nóvember hefst atkvæðagreiðsla utan kjörfundar. 

Framboði til stjórnlagaþings skal skilað á sérstökum eyðublöðum, sem landskjörstjórn hefur útbúið í samráði við dómsmála- og mannréttindaráðuneytið. Gögn vegna framboðs skulu hafa borist landskjörstjórn eigi síðar en kl. 12 á hádegi 18. október 2010.

Framboði skal fylgja listi með nöfnum minnst 30 og mest 50 meðmælenda, sem fullnægja skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, og skrifleg yfirlýsing frá hverjum meðmælanda, staðfest af tveimur vottum. Hverjum kosningarbærum manni er einungis heimilt að mæla með einum frambjóðanda.

Kostnaður hvers frambjóðanda vegna kosningabaráttu má að hámarki nema 2 milljónum króna.

Tilkynning dóms- og mannréttindaráðuneytisins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert