Frosti Sigurjónsson, stjórnarformaður Dohop leitarvélarinnar, hefur boðið sig fram til stjórnlagaþings. Segir hann á bloggi sínu að hann muni fyrst og fremst beita sér fyrir beinna lýðræði og skýrari hömlum og eftirliti með valdastofnunum ríkisins, nái hann kjöri.