Hálfur milljarður í stjórnlagaþing

mbl.is/Heiddi

Skv. áætl­un sem und­ir­bún­ings­nefnd stjórn­lagaþings hef­ur unnið er gert ráð fyr­ir að heild­ar­kostnaður við þing­haldið og und­ir­bún­ing þess verði 340,5 millj­ón­ir kr. og að þar af falli 115,2 millj­ón­ir til í ár en 225,3 millj­ón­ir á næsta ári. Auk þess er í  sótt um 200 millj­óna kr. fjár­heim­ild á vegna kostnaðar við kosn­ingu full­trúa á stjórn­lagaþingið 27. nóv­em­ber nk.

Af kostnaði sem reiknað er með að falli til í ár eru 91,7 millj­ón kr. vegna
þjóðfund­ar­ins sem verður hald­inn 6. nóv­em­ber nk. en 23,5 millj­ón­ir vegna ann­ars und­ir­bún­ings­kostnaðar.

Þetta kem­ur fram í frum­varpi til fjár­auka­laga sem var dreift á Alþingi í gær. Þar er sótt um 115,2 millj­óna fjár­heim­ild vegna kostnaðar við und­ir­bún­ing stjórn­lagaþings­ins.

Í lög­um um stjórn­lagaþing er mælt fyr­ir um skip­an und­ir­bún­ings­nefnd­ar sem skal und­ir­búa þjóðfund um stjórn­ar­skrár­mál­efni og stofn­un og starf­semi stjórn­lagaþings­ins og er nefnd­inni einnig ætlað að ráða fram­kvæmda­stjóra.

Einnig mæla lög­in fyr­ir um skip­an stjórn­laga­nefnd­ar sem skal und­ir­búa og standa að þjóðfund­in­um. Stjórn­laga­nefnd­inni er jafn­framt ætlað að ann­ast söfn­un og úr­vinnslu fyr­ir­liggj­andi gagna og upp­lýsinga um stjórn­ar­skrár­mál­efni sem nýst geta stjórn­lagaþingi og enn frem­ur að leggja fram hug­mynd­ir til stjórn­lagaþings um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá þegar það kem­ur sam­an.

Upp­lýs­inga­vef­ur um stjórn­lagaþingið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert