Vill aukið lýðræði

Sólveig Dagmar Þórisdóttir.
Sólveig Dagmar Þórisdóttir.

Sólveig Dagmar Þórisdóttir býður sig fram til stjórnlagaþings. Hún er fædd í Reykjavík 1960 og er þar búsett. Hún leggur m.a. áherslu á aukið lýðræði, mannréttindi, þjóðaratkvæðagreiðslur fram hjá þinginu, persónukjör til Alþingis, ná aðskilnaði þrískiptingar ríkisvaldsins og óháða lýðræðislega fjölmiðla.

Sólveig er með MA próf í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands 2008 og BA grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands 2000.

Sólveig Dagmar hefur starfað við  framkvæmdastjórn Auglýsingastofu Íslands sl. átta ár. Einnig ökuleiðsögn og leiðsögn ferðamanna sl. fimmtán ár. Hún er félagi í ReykjavíkurAkademíunni og Sambandi Íslenskra myndlistarmanna. Hún hefur nokkra reynslu af stjórnarsetu m.a. setið í stjórn Neytendasamtakanna í um tíu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert