Á fimmta hundrað í framboði

Stjórnarskráin er ekki meitluð í stein og hún hefur tekið …
Stjórnarskráin er ekki meitluð í stein og hún hefur tekið ýmsum breytingum undanfarin ár þó að sumar hafi farið fremur lágt. mbl.is/Kristinn

Frest­ur til að skila inn fram­boði til stjórn­lagaþings rann út kl. 12:00 á há­degi í dag, 18. októ­ber.  Að sögn Þór­halls Vil­hjálms­son­ar rit­ara lands­kjör­stjórn­ar eru fram­bjóðend­ur á bil­inu 400-450 tals­ins. Gríðarlegt álag var á vefn­um í morg­un, enda skráðu yfir 300 fram­bjóðend­ur sig á síðustu metr­un­um.

„Það voru kom­in um 150 fram­boð á föstu­dag­inn, en það eru kom­in að minnsta kosti 300 núna í dag og ég satt að segja hef bara ekki tölu á þeim leng­ur," seg­ir Þór­hall­ur. Til að tryggja að all­ir gætu skilað inn fram­boði sem vildu greip Lands­kjör­stjórn til þess ráðs að heim­ila að fram­boðum yrði skilað með tölvu­pósti.  „Það hafa komi smá hnökr­ar í morg­un en við höf­um reynt að taka við þeim inn á annað póst­hólf og ég veit ekki bet­ur en að það hafi allt gengið." 

Þann 3. nóv­em­ber mun Lands­kjör­stjórn birta end­an­leg­an lista yfir fram­bjóðend­ur í staf­rófs­röð en á næstu dög­um verður farið yfir fram­boðin og fólki gef­inn kost­ur á að bæta úr ef upp­lýs­ing­ar vant­ar. Að sögn Þór­halls hafa þó fá álita­mál komið upp það sem af er og virðast flest­ir hafa skilað inn fram­boðum og stuðningslist­um á því formi sem til var ætl­ast. Í morg­un höfðu 53 fram­bjóðend­ur skilað inn til­kynn­ing­um um heimasíður sín­ar, með upp­lýs­ing­um um bar­áttu­mál. Lista yfir heimasíðurn­ar má finna á Face­book síðu stjórn­lagaþings.

Á næst­unni mun dóms­mála- og mann­rétt­indaráðuneytið, sam­kvæmt lög­um, út­búa kynn­ing­ar­efni um fram­bjóðend­ur sem verður dreift inn á öll heim­ili í land­inu og birt á vefn­um. Kapp­kostað verður við að hraða þess­ari kynn­ingu nú þegar öll fram­boð liggja fyr­ir. Af­riti af kjör­seðlin­um verður einnig  dreift til allra kjós­enda í land­inu ásamt nán­ari skýr­ing­um á því hvernig at­kvæðagreiðslan fer fram. Leyfi­legt er að fylla kynn­ing­ar­seðil­inn út heima og hafa hann með sér á kjör­klefa til viðmiðunar.  

Nokkr­ir þjóðþekkt­ir ein­stak­ling­ar eru í hópi fram­bjóðenda, má þar m.a. nefna Ingu Lind Karls­dótt­ur sjón­varps­konu, Jón­as Kristjáns­son rit­stjóra, Silju Báru Ómars­dótt­ur aðjúknt við stjórn­mála­fræðiskor HÍ, Ill­uga Jök­uls­son rit­höf­und og Þor­vald Gylfa­son hag­fræðipró­fess­or.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka