Fréttaskýring:Talningarvélar telja atkvæði til stjórnlagaþings

Þjóðfundur.
Þjóðfundur. mbl.is/ Kristinn

Fyrst eftir að óskað var eftir frambjóðendum til stjórnlagaþings bárust tiltölulega fáar tilkynningar um framboð en þeim fjölgaði hratt eftir því sem leið að lokum framboðsfrestsins. Fyrir hádegi í gær brustu svo allar flóðgáttir og um 300 tilkynningar bárust áður en fresturinn rann út kl. 12. Um 500 manns verða í kjöri, kjósendur geta valið 25 af þeim og því veitir líklega ekki af rafrænu talningarvélunum sem notaðar verða við kosninguna.

Endanlegur listi yfir frambjóðendur mun hugsanlega liggja fyrir á fimmtudag en líklegra er að listinn verði ekki birtur fyrr en á mánudag. Ástæðan er sú að á vegum landskjörstjórnar er nú verið að fara yfir framboðsgögnin og kanna hvort á þeim séu einhverjir hnökrar, s.s. hvort einhver hafi mælt með tveimur frambjóðendum en einungis er leyfilegt að mæla með einum. Slíkt gæti leitt til þess að viðkomandi frambjóðendur hefðu ekki nægilega marga meðmælendur. Landskjörstjórn hefur þrjá sólarhringa til að fara yfir gögnin, m.a. með hjálp frá þjóðskrá, og mun síðan veita frambjóðendum tveggja sólarhringa frest til að lagfæra hnökrana. Listinn verður birtur þegar ljóst verður hvort einhver þeirra sem bauð sig fram heltist úr lestinni af völdum formgalla.

Fjöldi frambjóðenda kom Ástráði Haraldssyni, formanni landskjörstjórnar, nokkuð á óvart. „Þetta er mikið meira en ég átti von á,“ segir hann.

Frambjóðendur fá númer

Engar breytingar þarf t.d. að gera á kjörseðlinum frá því sem ákveðið var með lögum í september sl. Þar segir að á seðlinum eigi að vera 25 vallínur. Ekki er þó ætlast til að kjósendur skrifi nafn 25 frambjóðenda á seðilinn heldur verður hverjum frambjóðanda úthlutað fjögurra stafa númeri af handahófi. Kjósendur skrifa síðan númer sinna frambjóðenda á kjörseðlana. Í fyrstu vallínu á að vera númer þess frambjóðanda sem er 1. val kjósenda og svo koll af kolli. Frambjóðandi „græðir“ mest á að vera settur í 1. vallínu en síðan minnkar vægi línanna í réttu hlutfalli við röð þeirra. Að sögn Ástráðs verður listi yfir frambjóðendur á kjörstöðum en ekki er búið að ákveða með hvaða hætti hann verður.

Vélar lesa númerin

Í bæklingi og á Facebook

Að öðru leyti verða frambjóðendur að sjá um að kynna sig sjálfir, á þeim 40 dögum sem nú eru til kosninga. Kostnaður við framboð þeirra má ekki nema hærri fjárhæð en tveimur milljónum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert