Sjö þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, samhliða kosningu til stjórnlagaþings í nóvember, um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunar en einnig standa að tillögunni, Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, varaþingmaður VG, Pétur H. Blöndal og Árni Johnsen, þingmenn Sjálfstæðisflokks og Birgir Þórarinsson, varaþingmaður Framsóknarflokks.