Borgarafundur um stjórnarskrána

Borgarafundur verður haldinn á Hótel Sögu í dag
Borgarafundur verður haldinn á Hótel Sögu í dag

Stjórnlaganefnd og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu standa fyrir borgarafundi í dag, fimmtudag kl. 17:30-19:30, í Súlnasal Hótel Sögu ekki í Salnum í Kópavogi líkt og fram kom í Morgunblaðinu í morgun.

Fundurinn er kynningarfundur um stjórnlagaþing og þjóðfund 2010 auk þess sem kallað verður eftir sjónarmiðum fundarmanna.

Stjórnlaganefnd var kosin af Alþingi í sumar til þess að undirbúa endurskoðun stjórnarskrárinnar. Nefndinni er ætlað að finna og leggja fram gögn fyrir stjórnlagaþing, standa fyrir þjóðfundi um endurskoðun stjórnarskrár, vinna úr upplýsingum frá fundinum og afhenda stjórnlagaþingi og loks að leggja fram hugmyndir að breytingu á stjórnarskránni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert