523 í framboði til stjórnlagaþings

mbl.is/Kristinn

Landsk­jörst­jórn bár­ust alls 526 gild framboð til stjórnlagaþings. Á fundi landsk­jörst­jórnar í dag lá jafnframt fy­r­ir að þrír einst­a­kling­ar höfðu aft­u­r­kallað framboð sín. Ekki kom til þess að úrs­kurða þyrfti um gildi einst­a­kra framboða, að því er fram kem­ur í tilk­y­nningu.

Fram kem­ur að alls verði því 523 einst­a­kling­ar í framboði til stjórnlagaþings, en kosning­ar til þess fari fram 27. nóvem­ber nk.

Frambjóðend­ur ski­p­tast þannig að konur eru 159 en karlar 364.

Þá seg­ir að landsk­jörst­jórn muni inn­an tíðar bi­rta frekari upplýs­ing­ar um frambjóðend­ur, þ. á m. um ski­p­t­ingu þei­rra eftir kjörd­æ­mum og ald­u­rsbilum.

Jafnframt vinnur landsk­jörst­jórn að gerð lista yfir frambjóðend­ur, þar sem fram koma upplýs­ing­ar um nöfn þei­rra, auðkennist­ölu hvers og eins, sta­rf­sheiti eða stöðu, ás­a­mt upplýs­ingum um það sveitar­f­élag þar sem frambjóðend­ur eru bús­ettir.

Listinn verður bi­rt­ur ás­a­mt raf­rænni ky­nningu á frambjóðendum eins fljótt og auðið er á vefnum kosning.is.

Sa­mkvæ­mt lögum um stjórnlagaþing skal landsk­jörst­jórn au­gl­ýsa lista yfir frambjóðend­ur á vef­síðum landsk­jörst­jórnar og dóms­m­ála- og mannréttindaráðuney­t­is­ins hinn 3. nóvem­ber nk.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert