Frambjóðendur kynntir á vefnum

Dóms­mála- og mann­rétt­indaráðuneytið hef­ur nú opnað vefsvæði með kynn­ingu á fram­bjóðend­um til stjórn­lagaþings á vefn­um kosn­ing.is. Þar er líka að finna hjálp­ar­kjör­seðil þar sem kjós­end­ur geta raðað þeim fram­bjóðend­um sem þeir hafa áhuga á að kjósa, prentað seðil­inn út og tekið með sér á kjörstað.

Unnið er að gerð prentaðs kynn­ing­ar­efn­is sem sent verður á hvert heim­ili í land­inu þriðju­dag­inn 16. nóv­em­ber nk. og kynn­ing­ar­kjör­seðils sem send­ur verður öll­um kjós­end­um sama dag.

Fram­bjóðend­ur sjálf­ir eru höf­und­ar þess kynn­ing­ar­texta sem birt­ur er á vefn­um kosn­ing.is. Kynn­ing­ar­efnið hef­ur verið yf­ir­lesið og lag­fært með til­liti til mál­fars og staf­setn­ing­ar.

Á sér­síðu um hvern fram­bjóðanda kem­ur fram í sam­an­dregnu máli af hverju viðkom­andi býður sig fram, birt­ar eru upp­lýs­ing­ar um mennt­un, starfs­reynslu, ald­ur, net­fang og vefsíður sem vísa á frek­ara kynn­ing­ar­efni, hafi fram­bjóðend­ur kosið að láta það fylgja fram­boði sínu. Þá kem­ur fram fjög­urra tölustafa auðkenn­ist­ala sem hverj­um fram­bjóðanda var út­hlutað af lands­kjör­stjórn og færa þarf á kjör­seðil á kjör­dag í stað nafns.

Gild fram­boð voru upp­haf­lega 526 tals­ins. Síðan hafa fjór­ir fram­bjóðend­ur aft­ur­kallað fram­boð sín.  Alls verða því 522 fram­bjóðend­ur í kjöri til stjórn­lagaþings. Á vefn­um kosn­ing.is er leit­ar­vél þar sem hægt er kalla fram upp­lýs­ing­ar um fram­bjóðend­ur eft­ir staf­rófs­röð, starfs­heiti, póst­núm­eri, sveit­ar­fé­lagi eða kyni. 

Vef­ur­inn kosn­ing.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert