Biskupsstofa hefur sent frambjóðendum til stjórnlagaþings bréf vegna skoðanakönnunar um afstöðu þeirra til 62. greinar stjórnarskrárinnar, sem fjallar um sambands ríkis og kirkju.
Afstaða frambjóðandanna verður birt á vef kirkjunnar þegar hún liggur fyrir.
Fram kemur á vef kirkjunnar, að með þessu vilji Biskupsstofa gefa frambjóðendum færi á að kynna viðhorf sín til þessa máls og leggja sitt af mörkum til upplýstrar umræðu í aðdraganda kosninganna.
Þegar hefur borist fjöldi ítarlegra svara og verða þau fyrstu svörin birt á vef þjóðkirkjunnar á morgun á vefslóðinni www.kirkjan.is/stjornlagathing.