Eignarhald auðlinda mikilvægasta málið

Frá þjóðfundi, sem haldinn var nýlega til að undirbúa stjórnlagaþing.
Frá þjóðfundi, sem haldinn var nýlega til að undirbúa stjórnlagaþing. mbl.is/Eggert

Um helm­ing­ur þeirra, sem tóku þátt í könn­un Miðlun­ar á því hvaða mál væru mik­il­væg­ust í störf­um vænt­an­legs stjórn­lagaþings, nefndi um­hverf­is­mál, þar á meðal um eign­ar­hald og nýt­ingu nátt­úru­auðlinda.

Í lög­um um stjórn­lagaþing seg­ir að það skuli taka til um­fjöll­un­ar ýmsa þætti. Þegar þess­ir þætt­ir voru born­ir und­ir þátt­tak­end­ur í könn­un­inni töldu 50% að um­hverf­is­mál og auðlind­ir væri mik­il­væg­asta málið. 49% töldu skip­an lög­gjaf­ar­valds og fram­kvæmd­ar­valds og vald­mörk þeirra mik­il­væg­ast og 41% taldi mik­il­væg­ast að fjalla um sjálf­stæði dóm­stóla og eft­ir­lit þeirra með öðrum hand­höf­um rík­is­valds.

Um var að ræða net­könn­un, sem var gerð frá 28. októ­ber til 16. nóv­em­ber.  Upp­haf­legt úr­tak var 1600 ein­stak­linga og bár­ust svör frá 863 ein­stak­ling­um og var svar­hlut­fall því 53,9%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka