Talað var við nærri 500 frambjóðendur

Frambjóðendur til stjórnlagaþings í húsnæði Ríkisútvarpsins um helgina.
Frambjóðendur til stjórnlagaþings í húsnæði Ríkisútvarpsins um helgina. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkisútvarpið tók um helgina viðtöl við tæplega fimmhundrað frambjóðendur til Stjórnlagaþings. Fyrstu viðtölunum verður útvarpað á Rás 1 í kvöld, frá klukkan 19 til 24. 

Haft var samband við 504 einstaklinga, eða um 97% frambjóðenda. Viðtöl voru tekin við 92% frambjóðenda, um 3% höfðu ekki áhuga á því að mæta og 2% mættu ekki í boðuð viðtöl. Ekki náðist í 3% frambjóðenda.

Hljóðritun viðtalanna hefur farið fram í Útvarpshúsinu í Reykjavík alla helgina. Frambjóðendur hafa sest í hljóðstofur í allt að 12 manna hópum, þar sem þeim hefur gefist kostur á að kynna sjónarmið sín á fimm mínútum. Símaviðtöl hafa verið tekin við þá sem búa á landsyggðinni, hafa verið erlendis eða ekki átt heimangengt. 

Viðtölin verða aðgengileg á vefnum og verður hægt að kalla fram hvern frambjóðanda fyrir sig og hlusta á hann.

Hér að neðan er listi yfir útsendingartímaviðtalanna á Rás1næstu daga:

Mánudagur 19 – 24
Þriðjudagur 9 – 12
Þriðjudagur 14 – 16
Þriðjudagur 19 – 24
Miðvikudagur 9 – 12
Miðvikudagur 14 – 16
Miðvikudagur 19 – 24
Fimmtudagur 9 – 12
Fimmtudagur 14 – 16
Föstudagur 9 – 12
Föstudagur 14 – 16
Föstudagur 19 – 22.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert