Hópur þeirra sem oftast komu fyrir á kjörseðlum í kosningunum til stjórnlagaþings lítur öðruvísi út en sá sem náði kjöri. Þorvaldur Gylfason, sem fékk flest atkvæði í fyrsta sæti, var jafnframt á flestum seðlum. Fimm þeirra sem náðu kjöri voru hins vegar ekki á meðal þeirra 25 sem oftast voru nefnd.
Þetta kemur fram í tölulegum gögnum sem Landskjörstjórn hefur nú gert aðgengileg.
Þau Pétur Gunnlaugsson, Dögg Harðardóttir, Pawel Bartoszek, Arnfríður Guðmundsdóttir og Ástrós Gunnlaugsdóttir náðu öll kjöri á stjórnlagaþing. Þau eru hins vegar ekki á meðal þeirra 25 sem oftast komu fyrir á kjörseðlum. Þau voru aftur á móti á meðal þeirra sem oftast voru settir í fyrsta sæti, og náðu því kjöri.
Hér má sjá röð þeirra 25 sem oftast voru nefnd:
1. Þorvaldur Gylfason
2. Ómar Þorfinnur Ragnarsson
3. Illugi Jökulsson
4. Salvör Nordal
5. Freyja Haraldsdóttir
6. Silja Bára Ómarsdóttir
7. Andrés Magnússon
8. Eiríkur Bergmann Einarsson
9. Þorkell Helgason
10. Katrín Fjeldsted
11. Örn Bárður Jónsson
12. Þórhildur Þorleifsdóttir
13. Guðmundur Gunnarsson
14. Ari Teitsson
15. Erlingur Sigurðarson
16. Gísli Tryggvason
17. Þorgeir Tryggvason
18. Katrín Oddsdóttir
19. Jónas Kristjánsson
20. Vilhjálmur Þorsteinsson
21. Lýður Árnason
22. Jón Ólafsson
23. Inga Lind Karlsdóttir
24. Birna Þórðardóttir
25. Sigurður Guðmundur Tómasson
Atkvæði frambjóðenda (Excel-skjal)