Spánarboðið ekki ólöglegt

Ástþór Magnússon.
Ástþór Magnússon. mbl.is/Golli

Sig­urður Lín­dal, pró­fess­or í lög­um, seg­ist í fljótu bragði ekki sjá að það ógildi fram­boð til embætt­is for­seta þótt fram­bjóðandi heiti fólki gjöf­um fyr­ir að safna meðmæl­end­um. Hann tek­ur þó fram að hann telji slíkt með öllu óviðeig­andi.

Ástþór Magnús­son, sem ætl­ar að bjóða sig fram til embætt­is for­seta Íslands, hef­ur op­in­ber­lega heitið þeim face­bookvini sín­um sem safn­ar flest­um meðmæl­end­um fyr­ir fram­boðið á næstu sjö dög­um Spán­ar­ferð. Hann greiðir flug­farið og býður viðkom­andi að gista í íbúð í húsi sínu á Mar­bella.

Í kosn­inga­lög­um og hegn­ing­ar­lög­um er bannað að bera fé á kjós­end­ur og hafa þannig áhrif á hvernig þeir greiða at­kvæði. Sig­urður seg­ist ekki finna sam­bæri­leg ákvæði um söfn­un meðmæl­enda.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert