Verða að bjóða betri nöfn

Þóra Arnórsdóttir
Þóra Arnórsdóttir mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir á Evrópuvaktinni að þeir sem ætli sér að ýta Ólafi Ragnari Grímssyni úr embætti forseta verði að bjóða betri nöfn en þau sem nefnd eru í nýrri skoðanakönnun. Segir hann að Þóra Arnórsdóttir hafi eftir vill lokið ferli sínum í Ríkissjónvarpinu.

Í pistli sínum segir Björn Bjarnason um Þóru Arnórsdóttur:

„Þóra Arnórsdóttir er vinstrisinnuð kona, ýmsir hafa spáð henni formennsku í Samfylkingunni, en nú vill formaður fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík hana frekar sem forseta. Þóra mun ekki hafa roð við Ólafi Ragnari leggi hún til atlögu við hann. Hún kann hins vegar ef til vill að hafa lokið ferli sínum á sjónvarpi ríkisins með því að ljá máls á framboði.

Þeir sem ætla að ýta Ólafi Ragnari frá Bessastöðum verða að bjóða betri nöfn en birtast á þessum lista.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert