Býður sig fram til forseta

Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi.
Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi.

Hannes Bjarnason frá Eyhildarholti í Skagafirði hefur ákveðið að fara í framboð til embættis forseta Íslands. Frá þessu er sagt á vefmiðlinum Feyki.is.

Hannes Bjarnason er fæddur á Sauðárkróki hinn 25. apríl 1971, uppalinn í Eyhildarholti í Skagafirði, sonur hjónanna Bjarna Gíslasonar, skólastjóra og bónda í Eyhildarholti, og Salbjargar Márusdóttur, húsmóður og  kennara. Í Feyki í dag segir Hannes frá sjálfum sér og ástæðu þess að hann ákvað að fara í framboði til embættis forseta Íslands. Hann segir ástandið í samfélaginu hafa hreyft við sér og hefur látið sig það varða.

„Ég vil leggja hönd á plóg, leggja mitt af mörkum til að bæta samfélagið sem ól mig. Þess vegna býð ég mig fram í kjör til forseta Íslands og tel mig hafa burði til að bera embættið inn í framtíðina,“ segir Hannes.

Opnuð hefur verið heimasíða með upplýsingum um framboðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert