Herdís fer í forsetann

Herdís Þorgeirsdóttir í Listasafninu.
Herdís Þorgeirsdóttir í Listasafninu. mbl.is/Golli

Herdís Þorgeirsdóttir tilkynnti á blaðamannafundi í Listasafni Reykjavíkur í dag að hún ætlaði að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hún sagðist leggja áherslu á virkara lýðræði í framboði sínu og aukin mannréttindi.

Herdís sagði að framboð hennar væri ákveðin lýðræðistilraun til þess að kanna hvort fólkið í landinu væri reiðubúið að styðja framboð gegn sitjandi forseta og gegn fjármálaöflum.

Hún sagði meðal annars að málskotsréttinum þyrfti að beita af varfærni en þjóðin þyrfti að vita að forsetinn hefði burði til þess að beita honum ef á þyrfti að halda.

Hún sagðist aðspurð um nánustu stuðningsmenn að það væru einfaldlega nánir vinir hennar. Hún sagðist einnig aðspurð hafa gert athuganir á stuðningi við sig sem hefðu komið vel út. Hún hefði þó ekki látið gera skoðanakönnun.

Aðspurð hvort hún hefði reiknað saman hvað framboðið kynni að kosta sagðist Herdís ætla að reka framboðið með lágmarkstilkostnaði.

Heimasíða tengd framboðinu verður opnuð að hennar sögn á næstunni á léninu www.herdis.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert