Engin áhrif á mögulegt framboð

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. mbl.is

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir aðspurð í samtali við mbl.is að það hafi í sjálfu sér engin áhrif á mögulegt forsetaframboð hennar að Herdís Þorgeirsdóttir hafi lýst yfir framboði á blaðamannafundi í gær. Hún hafi sagst fyrir helgi ætla að gefa sér nokkra daga til þess að ákveða hvort hún gefi kost á sér og það sé óbreytt.

„Það hefur í raun í allan vetur verið haft samband við mig og ég verið hvött til þess að bjóða mig fram en ég hef haft mjög ákveðna skoðun á því að ég vilji ljúka þeim verkefnum sem ég hef tekið að mér fyrir Háskóla Íslands,“ segir Kristín. Margt sé enn ógert og hugur hennar sé þar.

„En hins vegar eftir síðustu helgi þegar haft var samband við mig aftur, stór og breiður hópur, þá finnst mér auðvitað sjálfsagt að hugsa málið vel. Þetta ber brátt að og þetta er auðvitað stór ákvörðun og ég ætla að gefa mér einhverja daga í að taka ákvörðun,“ segir Kristín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert