Ástþór skilar inn meðmælendalistum

Ástþór Magnússon tilkynnir forsetaframboð 2. mars 2012.
Ástþór Magnússon tilkynnir forsetaframboð 2. mars 2012. mbl.is/Golli

Ástþór Magnússon sendi í dag afrit af meðmælendalistum með forsetaframboði ásamt rafrænni skrá til allra yfirkjörstjórna landsins. Frumrit listanna eru að sögn Ástþórs tilbúin til afhendingar og óskar hann þess að ráðuneytið taki við öllum frumritum eins og við fyrri forsetakosningar. 

Ástþór krefst þess að meðmælendalistarnir verði yfirfarnir án tafar og vottorðum yfirkjörstjórna skilað um hæl, í ljósi þess sem hann kallar mismunun helstu fjölmiðlum, þar sem m.a. starfsmenn ríkisfjölmiðla hafi talað niður framboð hans og sagt að ekki sé um „alvöru” framboð að ræða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ástþóri sem barst nú rétt í þessu.

Ástþór skorar á innanríkisráðuneytið að gera honum kleift að skila inn framboðinu og fá það vottað sem „alvöru forsetaframboð” eins og hann kallar það, áður en utankjörfundarkosning hefst. 
 

Ástþór gagnrýnir Fjölmiðlanefnd fyrir að svara með útúrsnúningum beiðni hans um skoðun á mismunun í fjölmiðlum. Beinir hann þeirri spurningu til innanríkisráðherra hvort ástæða sé til að óskar eftir því að kosningaeftirlit ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, taki að sér eftirlitshlutverk Fjölmiðlanefndar í aðdraganda forsetakosninga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert