Kappræður forsetaframbjóðenda

Í til­efni af bar­áttu­degi verka­lýðsins, sem á upp­runa í kröf­unni um breyt­ing­ar og rétt­lát­ara þjóðfé­lag er skorað á for­setafram­bjóðend­ur í kapp­ræður um mál­skots­rétt­inn og lýðræðisþróun í Há­skóla­bíó 1. maí kl. 20:00.


Nú þegar hafa þrír for­setafram­bjóðend­ur staðfest þátt­töku, Ástþór Magnús­son, Ari Trausti Guðmunds­son og Jón Lárus­son.

Í til­efni dags­ins verður einnig velt upp þeirri spurn­ingu hvort for­seti Íslands geti með ein­hverj­um hætti staðið vörð um hags­muni al­menn­ings í end­ur­reisn­inni.

Fund­in­um verður út­varpað. Al­menn­ing­ur allstaðar frá land­inu get­ur sent fyr­ir­spurn­ir á fund­inn með sms og net­spjalli.

Lýðræðis­hreyf­ing­in stend­ur að fund­in­um í sam­vinnu við fé­lag stjórn­mála­fræðinema sem sér um fund­ar­stjórn.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka