Ætluðu að fá sér „þarmastíflulummu“

Myndin af Ástþóri og Sverri sem gengur um á samfélagsvefjum.
Myndin af Ástþóri og Sverri sem gengur um á samfélagsvefjum. mbl.is

„Ekki sá ég áfengi á nein­um manni er ég gekk niður laug­ar­veg­inn með hend­ur í vös­um í gær,“ seg­ir Ástþór Magnús­son for­setafram­bjóðandi í bréfi til fjöl­miðla en á sam­fé­lagsvefj­um geng­ur mynd af Ástþóri og Sverri Stormsker og þeir vænd­ir um að safna und­ir­skrift­um hjá ölvuðum ung­ling­um.

Í bréf­inu má bæði finna út­skýr­ingu Ástþórs og Sverr­is á um­ræddu at­viki. „Við Ástþór vor­um ein­fald­lega að koma úr jarðarför góðvin­ar míns Geira gullputta og ætluðum að fá okk­ur þarma­stíflulummu á veit­ingastaðnum Ítal­íu,“ seg­ir Sverr­ir og einnig að fram­halds­skóla­nem­ar hafi viljað fá mynd­ir af sér með Ástþóri.

Þá seg­ir Sverr­ir að kosn­inga­stjóri ann­ars for­setafram­bjóðanda hafi dylgjað um það, að þeir hefðu verið að safna meðmæl­end­um. Það sé hins veg­ar fás­inna. „Þeir hefðu gjarn­an mátt velja sér ann­an dag til þess en út­far­ar­dag vin­ar okk­ar.“

Enn­frem­ur seg­ir í hluta Ástþórs að ef börn og ung­ling­ar séu und­ir áhrif­um áfeng­is í miðbæ Reykja­vík­ur um miðjan dag sé það al­var­legt mál. Vímu­efna­neysla og vax­andi of­beldi meðal ung­linga sé áhyggju­efni og vanda­mál sem þjóðfé­lagið þurfi að leysa.

Bæta má við, að ein þeirra stúlkna sem kem­ur fyr­ir á mynd­inni staðfesti í sam­tali við mbl.is orð þeirra Ástþórs og Sverr­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka