Andrea tilkynnir um forsetaframboð

Andrea Jóhanna Ólafsdóttir.
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir. Ljósmynd/Salbjörg Ríta Jónsdóttir

Andrea Jóhanna Ólafsdóttir mun greina frá ákvörðun sinni og áformum um framboð til embættis forseta íslenska lýðveldisins á morgun, 1. maí. Af því tilefni er boðað til blaðamannafundar kl. 16.15 í Norræna húsinu. Innan fárra daga verður opnuð heimasíða í tilefni framboðsins á www.andreaolafs.is

Andrea er fædd 2. ágúst 1972 á Húsavík. Andrea er þriggja barna móðir sem býr ásamt manni sínum, Hrafni H. Malmquist, í Skerjafirðinum.

Hún hefur á undanförnum árum starfað í sjálfboðavinnu með Hagsmunasamtökum heimilanna en starfaði áður sem verkefnastjóri frístundaheimilis hjá Reykjavíkurborg og á undan því við bókhald. Andrea hefur stundað nám við Háskóla Íslands, m.a. á sviði stjórnunar og uppeldis- og menntunarfræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert