Kosningarnar eru alvörumál

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Við eig­um bæði ræt­ur að rekja til Vest­fjarða og bæði Grím­ur og Hanni­bal myndu skemmta sér vel yfir þess­ari stöðu,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, í viðtali í morg­un er hann var spurður um af­stöðu sína til annarra for­setafram­bjóðanda og sér í lagi Þóru Arn­órs­dótt­ur.

Ólaf­ur var gest­ur Sig­ur­jóns M. Eg­ils­son­ar í þætt­in­um Sprengisand­ur á Bylgj­unni og þarna átti hann við Grím Krist­geirs­son föður sinn og Hanni­bal Valdi­mars­son, afa Þóru.

Hann gerði fram­boð Þóru Arn­órs­dótt­ur að um­tals­efni og sagði hana hafa kynnt sig sem þögul­an og þægan for­seta.

„Mann­eskja, sama hvort hún er ung eða göm­ul, sem seg­ir það skyldu for­set­ans að styðja ut­an­rík­is­stefnu rík­is­ins, hún sýn­ir af­stöðu sem er fagnaðarefni fyr­ir for­sæt­is­ráðherra. Ég tel að þetta sé ekki sú teg­und for­seta sem þjóðin þarf á að halda núna.“

Hann sagði nokk­urn „2007-brag“ vera á því fram­boði sem hef­ur verið mest áber­andi. „Auðvitað skipt­ir máli að hafa fjöl­skyldu á Bessa­stöðum. Auðvitað  skipt­ir máli hvernig fólk lít­ur út og hvað það er gam­alt. En for­seta­embættið er síðasta stoppið ef fólkið vill fá völd­in í sín­ar hend­ur. Þetta er grafal­var­legt val sem þjóðin stend­ur frammi fyr­ir og get­ur haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar fyr­ir ís­lenska þjóð. Þetta er allt of mikið al­vöru­mál til að við get­um misst okk­ur í sýnd­ar­mennsku.“

Hann sagðist bera virðingu fyr­ir for­setafram­bjóðand­an­um Her­dísi Þor­geirs­dótt­ur sem hef­ur skrifað grein­ar um inni­hald og hlut­verk for­seta­embætt­is­ins. „Þetta er það sem bar­átt­an á að snú­ast um,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar.

Ólaf­ur verður 69 ára á morg­un. Sig­ur­jón spurði hann að  því hvort hann teldi sig vera of gaml­an og svaraði for­set­inn því til að hann væri yngri en Ronald Reag­an, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, sem var kjör­inn sjö­tug­ur að aldri.

„Þegar tugþúsund­ir Íslend­inga skora á mig, þá tel ég að ein­stak­ling­ur sem þjóðin hef­ur sýnt þetta traust í 16 ár hafi skuld­bind­ing­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka