Þóra með mestan stuðning

Þóra Arnórsdóttir
Þóra Arnórsdóttir mbl.is/Ómar Óskarsson

MMR kannaði stuðning al­menn­ings við þá fram­bjóðend­ur sem þegar hafa lýst yfir fram­boði til kom­andi for­seta­kosn­inga. Af þeim sem tóku af­stöðu sögðust 43,4% myndu kjósa Þóru Arn­órs­dótt­ur og 41,3% Ólaf Ragn­ar Gríms­son. Mun­ur­inn á fylgi Þóru og Ólafs Ragn­ars er inn­an vik­marka.

8,9% þeirra sem tóku af­stöðu lýstu yfir stuðningi við Ara Trausta Guðmunds­son. Aðrir fram­bjóðend­ur voru nefnd­ir af 6,4% svar­enda sam­an­lagt.

Andrea J. Ólafs­dótt­ir er með 2,6% fylgi, Her­dís Þor­geirs­dótt­ir 1,3%, Jón Lárus­son 1%, en hann hef­ur hætt við fram­boð, Ástþór Magnús­son 0,9% og Hann­es Bjarna­son nýt­ur stuðnings 0,6% þeirra sem tóku þátt í könn­un MMR.

Ólaf­ur Ragn­ar með mest­an stuðning frá fram­sókn­ar- og sjálf­stæðismönn­um

Tölu­verður mun­ur reynd­ist á af­stöðu fólks eft­ir því hvaða stjórn­mála­flokka það sagðist styðja (væri gengið til kosn­inga nú). Þannig sögðust 52,4% fram­sókn­ar­manna og 62,2% sjálf­stæðismanna myndu kjósa Ólaf Ragn­ar en 72,7% sam­fylk­ing­ar­fólks og 62,6% Vinstri-grænna sögðust vilja kjósa Þóru. Þá sögðust 66,7% þeirra sem sögðust styðja rík­is­stjórn­ina jafn­framt myndu kjósa Þóru. Á móti voru 53,9% þeirra sem sögðust and­víg­ir rík­is­stjórn­inni sem sögðust vilja kjósa Ólaf Ragn­ar.

Úrtak: Ein­stak­ling­ar á aldr­in­um 18-67 ára vald­ir handa­hófs­kennt úr hópi álits­gjafa MMR en alls svöruðu 972 könn­un­inni sem gerð var 10.-15. maí 2012.

Sjá nán­ar hér

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert