Kynningarfundir um forsetaembættið

Borgarbókasafn efnir til vikulegra kynningarfunda um forsetaembættið og frambjóðendur til embættisins. Hafa allir forsetaframbjóðendurnir staðfest komu sína fyrir utan Ólaf Ragnar Grímsson sem sá sér ekki fært að mæta þar sem hann var búin að bóka sig annars staðar á þessum tíma.

Fundirnir verða á miðvikudögum kl. 17.15-18.15 í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Þeir eru ætlaðir almenningi og öllum opnir.

Á fyrsta fundinum mun Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, fjalla almennt um forsetaembættið og á tveimur síðari fundunum fá frambjóðendur tækifæri til að kynna sig og sínar áherslur.

Dagskrá:
Miðvikudagur 23. maí kl. 17.15-18.15
Svanur Kristjánsson fjallar um forsetaembættið.

Miðvikudagur 30. maí kl. 17.15-18.15
Frambjóðendurnir Ari Trausti Guðmundsson, Hannes Bjarnason og Þóra Arnórsdóttir.

Miðvikudagur 6. júní kl. 17.15-18.15
Frambjóðendurnir Andrea J. Ólafsdóttir, Ástþór Magnússon og Herdís Þorgeirsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert