Ólafur mælist með mest fylgi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mik­ill viðsnún­ing­ur hef­ur orðið í fylgi við for­setafram­bjóðend­urna Ólaf Ragn­ar Gríms­son og Þóru Arn­órs­dótt­ur ef marka niður­stöður nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Capacent Gallup sem greint var frá í frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

Rúm­lega 45% segj­ast ætla að kjósa Ólaf Ragn­ar nú en í síðustu könn­un Capacent mæld­ist hann með 37% fylgi. 37% styðja Þóru Arn­órs­dótt­ur en fylgi henn­ar mæld­ist 46% í síðustu könn­un. Ólaf­ur mæl­ist því með 9% for­skot nú.

Ari Trausti Guðmunds­son mæl­ist með 9% fylgi, Her­dís Þor­geirs­dótt­ir rúm 4%, Andrea J. Ólafs­dótt­ir tæp­lega 3%, Ástþór Magnús­son tæp 2% og hann­es Bjarna­son með 0,3%. Skoðana­könn­un­in var gerð dag­ana 18.-25. maí síðastliðinn og var úr­takið 1.350 manns.

Tvær aðrar skoðanakann­an­ir hafa verið birt­ar í dag. Í morg­un birt­ist könn­un Frétta­blaðis­ins og Stöðvar 2 en þar mæld­ist Ólaf­ur Ragn­ar með 53,9% en Þóra 35,4%. Í könn­un MMR sem birt var eft­ir há­degi voru Ólaf­ur og Þóra bæði með 41,2%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert