Fjölmiðlagæs matreidd ofan í þjóðina

Ástþór Magnússon
Ástþór Magnússon Skjáskot/visir.is

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi gagnrýndi harðlega fjölmiðla landsins og þá helst Ríkisútvarpið í ávarpi sínu á borgarfundi í Iðnó í kvöld. Hann sagði Þóru Arnórsdóttur fjölmiðlagæs sem matreidd væri ofan í þjóðina.

Hann sagði að komið hefðu í ljós ágallar á lýðræðinu að undanförnu. Ekki aðeins að Ólafur Ragnar Grímsson hafi náð endurkjöri sem forseti með hjálp fjölmiðla sem hann tengist heldur ætla fjölmiðlar nú að matreiða nýjan forseta ofan í þjóðina. „[Þóra] og maki hennar hoppuðu beint af skjánum og í forsetaframboð og hafa skilið eftir sig sviðna jörð.“

Ástþór hóf raunar ræðu sína á að hann hafi ávallt sinn hátt á og því sé ræða hans aðeins frábrugðin öðrum. Hann fór yfir beint lýðræði og hvernig skuli safna meðmælum fyrir forsetaframboð. Hann sagði fjölmiðla ráðskast með lýðræðið.

Fyrsta verk forseta skuli að vera að efna til friðarfundar til að ná sátt á meðal þingmanna. Og að forseti eigi að halda námskeið fyrir starfsmenn fjölmiðla í lýðræði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert