Forsetinn er ekki Hrói höttur

Ari Trausti Guðmundsson í Iðnó í kvöld.
Ari Trausti Guðmundsson í Iðnó í kvöld. Skjáskot/visir.is

Forsetinn er ekki Hrói höttur, hann er maður orðsins. Hann er ekki málpípa eins flokks eða hagsmunasamtaka, hann er ekki í stríði við þing og þjóð og fjölmiðla. Nema þegar allt um þrýtur. Þetta sagði Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi á borgarfundi í Iðnó í kvöld.

Ari sagði forsetann vera hinn þjóðkjörna trúnaðarmann þjóðarinnar. „Hann er eftirlitsmaður stjórnarskrárinnar, að mínu mati. Lýðræðislegur eftirlitsmaður. [...] Hann vinnur að samkennd og samvinnu og ábyrgð í samfélaginu. En hann gerir sér um leið grein fyrir ólíkum hagsmunum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka