Forsetinn sem fulltrúi sátta

Hannes Bjarnason í Iðnó í kvöld.
Hannes Bjarnason í Iðnó í kvöld. Skjáskot/visir.is

„Ég tel að forsetinn eigi að vera fulltrúi sátta, að hann reyni að sætta stríðandi hópa í samfélaginu,“ sagði Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi á borgarafundi í Iðnó í kvöld. Hann sagði forsetann ekki eiga að vera pólitískan, alla vega ekki flokkspólitískan.

Hann hóf mál sitt á að kynna sig, og rökstuddi það með því að hann væri minnst þekktur frambjóðenda. Hann fór því yfir lífshlaup sitt áður en hann kom að því að ræða um embættið.

Hannes sagði mikið um það hér á landi að ef menn væru ekki sammála væru þeir álitnir bjánar. „Það finnst mér miður, því þó svo við erum ekki sammála erum við ekki bjánar. Það skiptir máli fyrir samfélag eins og okkar, að fólk líti öðru vísi á hlutina og segi sína skoðun.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert