Stjórnarskráin stóð af sér eldraun

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. Skjáskot/visir.is

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sagði á borg­ar­a­fundi í kvöld nú­ver­andi stjórn­ar­skrá hafa staðið af sér þá eld­raun sem hrunið fól í sér. Hægt var að verða við öll­um kröf­um sem farið var fram á í mót­mæl­um á Aust­ur­velli.  Og þegar þjóðin vildi vald í Ices­a­ve-mál­inu, fékk hún það.

Ólaf­ur sagði norsku stjórn­ar­skrá Norðmanna ekki hafa hafa leyft þenn­an rétt sem nú­ver­andi stjórn­ar­skrá veitti Íslend­ing­um. Og það þarf að hafa í huga þegar gerðar eru til­lög­ur um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni.

Hann sagði ýms­ar at­hygl­is­verðar hug­mynd­ir koma fram, en mein­semd­in í ís­lenskri stjórn­skip­an, sem leiddi til hruns­ins, ekki hafa fal­ist í stjórn­ar­skránni held­ur í stjórn­mála­legri siðmenn­ingu, eða ósiðum, og flokka­kerfi og flokks­ræði sem mynd­ast hef­ur á und­an­förn­um sjö­tíu til átta­tíu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka