Stjórnarskráin stóð af sér eldraun

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. Skjáskot/visir.is

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði á borgarafundi í kvöld núverandi stjórnarskrá hafa staðið af sér þá eldraun sem hrunið fól í sér. Hægt var að verða við öllum kröfum sem farið var fram á í mótmælum á Austurvelli.  Og þegar þjóðin vildi vald í Icesave-málinu, fékk hún það.

Ólafur sagði norsku stjórnarskrá Norðmanna ekki hafa hafa leyft þennan rétt sem núverandi stjórnarskrá veitti Íslendingum. Og það þarf að hafa í huga þegar gerðar eru tillögur um breytingar á stjórnarskránni.

Hann sagði ýmsar athyglisverðar hugmyndir koma fram, en meinsemdin í íslenskri stjórnskipan, sem leiddi til hrunsins, ekki hafa falist í stjórnarskránni heldur í stjórnmálalegri siðmenningu, eða ósiðum, og flokkakerfi og flokksræði sem myndast hefur á undanförnum sjötíu til áttatíu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert