Þór Saari biður fjölmiðlanefnd að skoða kappræðumálið

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur sent fjölmiðlanefnd bréf þar sem hann biður nefndina að úrskurða í því máli hvort Stöð 2 sé heimilt samkvæmt lögum að bjóða tveimur forsetaframbjóðendum að taka þátt í kappræðum.

„Svo virðist sem ákvörðun Stöðvar 2 um að heimila eingöngu tveimur frambjóðendum til kjörs forseta Íslands þátttöku í kappræðum sé ekki í samræmi við lög um fjölmiðla og þá sérstaklega 26. grein þeirra,“ skrifar Þór.

„Vil ég því beina því til nefndarinnar að úrskurða í málinu og grípa í taumana ef með þarf. Það er aðför að lýðræðislegri umræðu og algerlega óþolandi að annar af stærstu fjölmiðlum landsins kemst upp með að útiloka stærstan hluta frambjóðendanna frá þátttöku.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka