Þór Saari biður fjölmiðlanefnd að skoða kappræðumálið

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, hef­ur sent fjöl­miðlanefnd bréf þar sem hann biður nefnd­ina að úr­sk­urða í því máli hvort Stöð 2 sé heim­ilt sam­kvæmt lög­um að bjóða tveim­ur for­setafram­bjóðend­um að taka þátt í kapp­ræðum.

„Svo virðist sem ákvörðun Stöðvar 2 um að heim­ila ein­göngu tveim­ur fram­bjóðend­um til kjörs for­seta Íslands þátt­töku í kapp­ræðum sé ekki í sam­ræmi við lög um fjöl­miðla og þá sér­stak­lega 26. grein þeirra,“ skrif­ar Þór.

„Vil ég því beina því til nefnd­ar­inn­ar að úr­sk­urða í mál­inu og grípa í taum­ana ef með þarf. Það er aðför að lýðræðis­legri umræðu og al­ger­lega óþolandi að ann­ar af stærstu fjöl­miðlum lands­ins kemst upp með að úti­loka stærst­an hluta fram­bjóðend­anna frá þátt­töku.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert