Líklega framboð að nýju

00:00
00:00

Ástþór Magnús­son for­setafram­bjóðandi hef­ur ým­is­legt að at­huga við hvernig staðið hef­ur verið að und­ir­bún­ingi for­seta­kosn­ing­anna í ár. Eins og fram hef­ur komið var fram­boð hans dæmt ógilt í dag en hann seg­ir með ólík­ind­um að ein­stak­ling­ar geti skaðað fram­boð með þeim hætti sem gerst hafi hjá sér. Hann muni hugsa sig bet­ur um þegar kem­ur að því að fá sjálf­boðaliða í und­ir­skrifta­söfn­un fyr­ir sig.

Ástþór, sem býst við að bjóða sig fram þegar kem­ur að næstu kosn­ing­um, seg­ir það ótrú­legt að kosn­ing­ar skuli hafa verið hafn­ar þegar fram­boð hans var dæmt ógilt og at­kvæði þeirra sem hafi kosið hann utan­kjörstaðar­kosn­ingu séu nú ógild.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert