Líklega framboð að nýju

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur ýmislegt að athuga við hvernig staðið hefur verið að undirbúningi forsetakosninganna í ár. Eins og fram hefur komið var framboð hans dæmt ógilt í dag en hann segir með ólíkindum að einstaklingar geti skaðað framboð með þeim hætti sem gerst hafi hjá sér. Hann muni hugsa sig betur um þegar kemur að því að fá sjálfboðaliða í undirskriftasöfnun fyrir sig.

Ástþór, sem býst við að bjóða sig fram þegar kemur að næstu kosningum, segir það ótrúlegt að kosningar skuli hafa verið hafnar þegar framboð hans var dæmt ógilt og atkvæði þeirra sem hafi kosið hann utankjörstaðarkosningu séu nú ógild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert