Ólafur með afgerandi forystu

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. Kristinn Ingvarsson

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er með afgerandi forystu meðal forsetaframbjóðenda, samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólafur mælist með 56% fylgi þeirra sem tóku afstöðu en Þóra Arnórsdóttir 34%.

Meðal þeirra sem tóku afstöðu mældist Andrea Ólafsdóttir með rétt tæpt eitt prósent fylgi, Ari Trausti Guðmundsson með 5,8%, Ástþór Magnússon með 0,9%, Hannes Bjarnason með 0,3%, Herdís Þorgeirsdóttir með 1,6% og eins og áður segir Ólafur Ragnar með 56,4% og Þóra með 34,1%.

Hringt var í 2.214 manns og náðist í 1.503 kjósendur. Af þeim voru 27,5 prósent óákveðnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert