Þóra reiðubúin að mæta

Þóra Arnórsdóttir, forsetaframbjóðandi.
Þóra Arnórsdóttir, forsetaframbjóðandi. mbl.is/Ómar

Í ávarpi sem Þóra Arnórsdóttir setti á samskiptavefinn Facebook í morgun kemur fram að ef Stöð 2 breyti viðmiðum sínum og bjóði öllum forsetaframbjóðendum að koma til leiks muni hún mæta í þáttinn í Hörpu „með bros á vör,“ eins og fram kemur á myndbandinu.

Í morgun tilkynnti Þóra að hún hygðist ekki þiggja boð Stöðvar 2 um að mætast í kappræðum milli hennar og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Áðan greindi mbl.is frá því eftir samtal við Frey Einarsson, ritstjóra á fréttastofu Stöðvar 2 að þar væri verið að skoða með hvaða hætti þátturinn verði sendur út og að það verði haft samband við alla frambjóðendur til embættis forseta Íslands. En tíðindin Þóru voru óvænt að sögn Freys.

Hægt er að sjá ávarpið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert